Fyrirspurn vegna JE Vélaverkstæðis

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur efnt til grenndarkynningar vegna fyrirhugaðrar byggingar við Gránugötu 5, Siglufirði.

Óskar nefndin eftir umsögn Hafnarstjórnar Fjallabyggðarhafna vegna málsins.

Hafnarstjórn leggst fyrir sitt leyti ekki gegn áformum um viðbyggingu enda telur hafnarstjórn mikilvægt að starfsemi sú sem um ræðir sé til staðar á Siglufirði og að hún eflist til langrar framtíðar.

Að því sögðu bendir hafnarstjórn á nauðsyn þess að við hönnun umræddrar byggingar, verði heimild veitt, sé mikilvægt að leitast verði við að láta hana falla sem best að umhverfi og ásýnd svæðisins.Skoða nánar í fundargerð Hafnarstjórnar Fjallabyggðar