Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar 2021 verður með öðru sniði en venjulega.

Nemendum er boðið að koma í skólann í sínum bæjarkjarna til að hitta umsjónarkennara sinn í nemendaviðtali.

Ekki er gert ráð fyrir að foreldri komi með nema e.t.v. yngstu árgöngunum og þurfa þeir þá að bera andlitsgrímu í skólanum.

Viðtalstímarnir eru bókaðir í mentor og skulu forráðamenn bóka fyrir nemendur.

Á Siglufirði eru viðtölin bókuð í dag, 23. ágúst, en í Ólafsfirði á morgun, þriðjudaginn 24. ágúst.

Nemendur 1. bekkjar eru boðaðir sérstaklega með tölvupósti frá kennara.

Skólastarfið hefst með nokkuð hefðbundnum hætti þar sem fjöldatakmarkanir og nándarreglur eiga ekki við um grunnskólabörn, og blöndun hópa er leyfileg.

Allir skulu sýna varkárni og gæta vel að persónulegum sóttvörnum.

Foreldrar sem þurfa að heimsækja skólann eru hvattir til að gera boð á undan sér og bera grímu.