Landganga farþega skemmtiferðaskipa.

Á 122. fundi Hafnarstjórnar Fjallabyggðar var farið yfir athugasemdir sem bárust hafnarstjóra vegna landgöngu farþega farþegaskipa á flotbryggju við norðausturhorn Sigló hótels og nýtingu gönguleiðar meðfram hótelinu með fylgjandi ónæði fyrir hótelgesti.

Hafnarstjóri telur að athugasemdir eigi rétt á sér og leggur til að fundinn verði annar staður fyrir flutningsbáta farþegaskipa.

Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að koma með tillögu að nýjum stað ásamt kostnaðarmati á aðstöðusköpun vegna landgöngu farþega annarsstaðar á hafnarsvæðinu.