Lagt var fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála á 743 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þar sem fram kemur að samningur við Suðurleiðir ehf. um skólaakstur, rennur út 19. ágúst 2022 eftir þriggja ára gildistíma. Í vinnuskjalinu er lagt til að heimild um framlengingu á samningi verði nýtt þannig að nýr gildistími samnings verði til 19. ágúst 2023 samkvæmt heimildarákvæði í samningi.

Einnig eru lögð fram drög að framlengingu samnings um skóla- og frístundaakstur 2019-2022.

Bæjarráð samþykkir að nýta heimildarákvæði verksamnings um framlengingu og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ljúka málinu.

Mynd/Fjallabyggð