Talsvert sig hefur orðið í veginum við Brimnes, á leið frá Ólafsfirði í átt að Múlagöngum.

Vegurinn hefur sigið þar talsvert og eru vegfarendur beðnir að aka með gát.

Hraði hefur verið tekinn niður í 30 km/klst.

Mál manna er að jarðsigið hafi borið brátt að, Vegagerðin hyggst bregðast skjótt við.

Myndir/Guðmundur Ingi Bjarnason.