Á facebook-síðu Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar Fjallabyggð má finna eftirfarandi upplýsingar frá Bikarmótinu í kraftlyftingum sem fór fram á Akureyri um helgina.

“Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar Fjallabyggð átti 6 keppendur á mótinu. Árangur okkar fólks var magnaður og er KFÓ að stimpla sig hressilega inn sem öflugt uppbyggingarfélag.
Þá að frammistöðu.

Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir fékk gull með 255 kg í heildarþyngd

Ronja Helgadóttir sem er aðeins 14 ára gömul og búin að æfa ótrúlega stutt keppti á sínu fyrsta móti:
Í hnébeygju tók opnaði hún á 75 kg, í annarri lyftu 85 kg og í þriðju tilraun 95 kg en sú lyfta mistókst naumlega.
Í bekkpressu flugu 35 og 40 kg upp en 47,5 kg reyndust of þung í þetta skiptið.
Í réttstöðu reif Ronja upp 90 kg. Hækkaði svo í 110kg en það er rosalegt að taka þá þyngd á fyrsta móti 14 ára. Síðan reyndi hún við 115kg, fór með það upp en tók smá dansspor með stöngina og fékk því ógilt.
Fyrsta móti Ronju lokið með stórglæsilegum árangri, heildarþyngd 235 kg sem skilaði henni silfri í -72kg flokki.

 

Hjalti Snær Njálsson fékk gull í -83 kg. flokki

Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir tók þátt eftir frekar stuttan undirbúning eins og áður hefur komið fram. Ekki byrjaði mótið vel að þessu sinni.
Hnébeygja fyrsta lyfta ógild með 100kg, önnur lyfta með 100kg var himinlétt og góð. Þá var meldað íslandsmet í telpnaflokki 112,5kg og lyftan þeyttist upp með slíku afli að Álfheiður missti jafnvægið og tók eitt skref, lyftan því ógild og svekkelsið rosalegt.
Fyrstu tvær lyftur í bekkpressunni 40 og þá 45 kg báðar góðar og gildar og átti góða tilraun við 50 kg sem tókst ekki að þessu sinni.
Í réttstöðulyftu kom Álfheiður öllum á óvart og tók með glæsibrag seríuna 95-105-110 kg.
Álfeiður tók gullið í flokknum með 255 kg í heildarþyngd og bætti sig hressilega þrátt fyrir brösuglega byrjun.

 

Hilmar Símonarson hlaut tvö íslandsmet og gull í -66 kg. flokki

Hilmar Símonarson einn sterkasti léttmoli landsins tók þátt og sló í gegn.
Hnébeygja fyrsta lyfta ógild með 206 kg í annarri var lyftan gild og íslandsmetið staðreynd.
Bekkpressa 120 kg flugu upp en síðan vildu 130kg ekki ganga að þessu sinni.
Réttstöðulyfta 200 kg flugu upp í fyrstu tilraun og í annarri sló Hilmar íslandsmet með 210 kg reyndi síðan við 212 sem vildu ekki upp.
Tvö íslandsmet og gull í -66kg flokknum. Hilmar er einn sá albesti sem komið hefur fram í sportinu á síðari árum á landsvísu og er rétt að byrja.

Adda María Ólafsdóttir og Sunna Eir Haraldsdóttir fékk silfur í +84 kg. flokki

Hjalti Snær Njálsson keppti nú í -83 kg flokki. Vanin er sá að þegar keppandi léttir sig um flokk þá minnka þyngdirnar og afl þverrar en því var ekki að heilsa hjá okkar manni.

Hnébeygja 195 kg í fyrstu lyftu, 210 kg fór upp af öryggi í annarri en 220kg reyndist of mikið þennan daginn.
Bekkpressa, 117,5 kg, 120 kg og 125 kg allar lyftur flugu upp og átti Hjalti hér inni líklegast á bilinu 5-10 kg, vissi ekki afl sitt.
Réttstaða 180 kg, 200 kg fóru upp af öryggi en 210 kg í þriðju tilraun reyndust of mikið í þetta skipti.
Gull í -83kg flokki, bullandi bætingar og flott frammistaða.

Í Bikarmóti í bekkpressu sem fram á sunnudeginum áttum við tvo keppendur.

Adda María Ólafsdóttir keppti í -72 kg flokki. Þetta var fyrsta mót Öddu og var árangur hennar frábær, tók allar lyftur gildar 65-70 og síðan 75kg í þriðju og hefði mjög líklega tekið 80kg.

Sunna Eir Haraldsdóttir keppti á sínu fyrsta búnaðarmóti. Hennar árangur var eins og hinna alveg frábær með seríuna 90-100 og síðan 105kg , silfur í +84kg flokki. Mikill og góður áfangi að fara yfir 100kg múrinn.

Það er ljóst eins og fram hefur komið að framtíðin er björt hjá KFÓ, enn eru að týnast inn áhugasamir nýliðar. Bæði árangur og framkoma okkar fólks er til mikils sóma svo eftir er tekið. Við þökkum líka stuðninginn en stór hluti áhorfenda var frá Fjallabyggð, sú hvatning er okkur mikilvæg”

Myndir: KFÓ