Þjóðhátíðin í eyjum. Eitthvað sem allir verða að prófa. Helga hefur prófað það en ekki Palli.

En hvað um það, þema þáttarins er þjóðhátíð í eyjum. Og þess vegna verður spilaður dágóður slatti af þjóðhátíðarlögum í Gestaherberginu í dag.
Mundi, sem nokkrum sinnum hefur kíkt inn í Gestaherbergið til okkar, ætlar að vera gestastjórnandi í þættinum í dag, þessum seinasta þætti fyrir sumarfrí.

Þess má geta að Mundi hefur farið á þjóðhátíð í eyjum, tæplega þrisvar, að eigin sögn. Við heyrum af því í þættinum.


Langar þig að spjalla við okkur? Langar þig að biðja um óskalag? Viltu koma einhverju á framfæri?
Hringdu þá í síma 5800 580 á milli klukkan 17 og 19 og við svörum þér.

Svo opnum við Gestaherbergið aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi.

Útsendingatíðni FM Trölla er FM 103.7 fyrir þá sem búa í Eyjafirði, í Ólafsfirði, á Siglufirði, í Skagafirði eða á Hvammstanga.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

Einnig má finna upptökur af fyrri þáttum á Trölli.is/fm-trolli