Lagt var fram minnisblað bæjarstjóra á 724. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar. Í minnisblaðinu er lagt til að bæjarstjóra verði heimilað að auglýsa fyrir hönd sveitarfélagsins eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um nýtingu fasteigna á flugvallarsvæðinu á Siglufirði með það að leiðarljósi að þar geti orðið til öflug atvinnustarfsemi til framtíðar.

Bæjarráð samþykkti framlagða tillögu eins og henni er lýst í minnisblaði bæjarstjóra og heimilar honum að auglýsa fyrir hönd sveitarfélagsins eftir samstarfsaðilum til að þróa hugmyndir um nýtingu fasteigna á flugvallarsvæðinu á Siglufirði.

Tillögur og/eða hugmyndir sem kunna berast verða lagðar fyrir bæjarráð sem tekur ákvörðun um frekari meðferð þeirra og afgreiðslu.

Minnisblað – Tillaga um þróun og nýtingu flugvallarsvæðis á Siglufirði 11.12.2021