Marinó Flóvent Birgisson

Trölli.is mun framvegis birta á laugardögum í samvinnu við Marinó Flóvent Birgisson afar fróðleg og skemmtileg myndbönd um bakstur.

Hefur nú tekið upp sleifina aftur

Marinó Flóvent Birgisson er lærður bakari og vann við það í 18 ár hér á árum áður og hefur nú tekið upp sleifina aftur og bakar nú fyrir kaffihús í Reykjavík í hlutastarfi ásamt því að halda úti YouTube rásinni Majó Bakari  ( https://www.youtube.com/majobakari ) sem er á íslensku og að mestu leyti um súrdeigsbakstur.

Hann er einnig að vinna í því að texta vídeó á ensku (sjá spilunarlistann: English subtitles, Icelandic baker sourdough baking )  og er núna kominn með 6 vídeó með enskum texta.

Elsta vídeóið á rásinni er frá því í febrúar 2015 ( https://youtu.be/emd9XlZp3GI ), þá gerði hann nokkur vídeó en náði ekki flugi, tók hann sér þá hlé í nokkur ár og byrjaði svo aftur á myndbandagerð í maí á þessu ári. Hefur það gengið vel, vakið víða athygli og náð vinsældum.

Með um 900 áskrifendur á YouTube

Þegar þetta er skrifað er hann með tæplega 900 áskrifendur á YouTube rásinni og 1.900 meðlimi í Facebook hópnum( https://www.facebook.com/groups/majobakari ).

Marinó er ættaður frá Siglufirði, sonur Birgis Guðmundssonar frá Hólum, afi hans var Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri og bæjarfulltrúi á Siglufirði og amma hans var Ebba Guðrún Brynhildur Flóventsdóttir. 

Guðmundur afi hans hvarf skyndilega 29. júní 1932

Guðmundur afi hans hvarf skyndilega 29. júní 1932 eftir hatrammar deilur við Svein Benediktssonar sem mikið var skrifað um á þessum tíma. Hér má sjá smá sýnishorn af þeim skrifum.https://timarit.is/page/3675376#page/n4/mode/2uphttp://www.sk2102.com/436783216

Marinó hefur aldrei búið á Siglufirði en hefur alltaf haft gaman af að koma þangað í gegnum árin. Í sumar kom hann þar ásamt konunni sinni Jóhönnu S. Ingimarsdóttur sem bjó í Seljalandi á Siglufirði frá 1979-1982.

Hér má sjá mynd af Flóvent langafa Marinós Flóvents og nafna uppi á vegg hjá Hrólfi rakara, Flóvent er fyrir miðju.


Skelltu sér á pöbbinn hjá Hrólfi rakara

Við brugðum okkur á pöbbinn segir Marinó hjá Hrímni rakarastofu eins og vera ber þegar maður kemur í heimsókn, með því fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn sem vakti sérstaka athygli mína var mynd á vegg þar af Flóvent langafa mínum og nafna, það fannst mér merkilegt og afar skemmtilegt.

Myndbandið hér að neðan er fyrsta myndbandið sem Marinó birti á YouTube 23. febrúar 2015.

Eplakaka

Myndir/ úr einkasafni