Á 620 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldin var 17. september var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags 19.08.2019 þar sem fram kemur að Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt bauð Fjallabyggð vatnslitamyndir af snjóflóðargörðum á Siglufirði til kaups, samtals 12 að tölu.

Myndirnar sýna hönnun og lögun snjóflóðavarnargarðanna og samspil þeirra við náttúru og byggðina í Siglufirði og er falleg heimild um þessi miklu mannvirki.

Bæjarráð þakkar Reyni gott boð og samþykkir að kaupa myndirnar. Kostnaður kr. 450.000 skiptist í tvennt og er kr. 225.000 vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 15/2019 að upphæð kr. 225.000.- við deild 21550, lykill 2990 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Sjá eldri frétt: Vatnslitamyndir af snjóflóðavarnargörðum á Siglufirði

 

Forsíðumynd: Landslag ehf teiknistofa