Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og listmálari hélt sýningu á vatnslitaverkum í Herhúsinu í nýliðnum ágúst mánuði.

Meðal annarra listaverka voru 12 vatnslitaverk af snjóflóðavarnargörðum ofan Siglufjarðar. Myndirnar sýna hönnun og lögun snjóflóðavarnargarðanna og samspil þeirra við náttúru og byggðina í Siglufirði. Myndirnar eru falleg heimild um þessi miklu mannvirki.

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og teiknistofa hans, Landslag ehf, voru tilnefnd til evrópskra verðlauna í landslagsarkitektúr á sínum tíma fyrir hönnun snjóflóðavarnargarða á Siglufirði og hlutu viðurkenningu.

Snjóflóðavarnargarðarnir á Siglufirði hafa vakið verulega athygli meðal fagfólks í hönnun erlendis.

Reynir Vilhjálmsson hefur boðið Fjallabyggð vatnslitamyndirnar af snjóflóðargörðum á Siglufirði til kaups og þykja þessar myndir hvergi eiga betur heima en í eigu sveitarfélagsins.

Markaðs- og menningarnefnd þakkar boð Reynis og tekur undir það að myndirnar eigi heima í eigu sveitarfélagsins.

 

Reynir Vilhjálmsson

 

Texti: úr fundargerð Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar.

Myndir: Landslag ehf teiknistofa.