Fylltar brauðskálar með eggjum og beikoni

  • 1 1/2 brauðsneið fyrir hverja brauðskál
  • smjör
  • beikon
  • egg
  • maldon salt og pipar

.

Hitið ofninn í 185° og smyrjið möffinsform (ekki pappírsform heldur möffins-bökunarform eins og sést glitta í hér á myndinni fyrir ofan) með bræddu smjöri. Fletjið brauðsneiðarnar út með kökukefli, skerið í eins stóra hringi og þið náið og skerið síðan hringinn í tvennt. Klæðið möffinsformið með brauðhelmingunum, ég notaði 3 helminga til að fylla formið mitt. Smyrjið brauðið með bræddu smjöri.

Steikið beikonið yfir miðlungs hita þar til það er nánast stökkt, ca 4 mínútur. Leggið 1 beikonsneið í hverja brauðskál og brjótið eitt egg yfir.  Saltið og piprið og bakið í ofninum þar til eggjahvíturnar hafa stífnað, um 20-25 mínútur.

Borið fram heitt.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit