Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sækir Vængi Júpiters heim í dag og mætast liðin í 20. umferð 3. deildar karla á gervigrasvellinum við Egilshöll kl. 16:00.

Nú eru aðeins 3 leikir eftir af tímabilinu og er KF í 2. sæti en Vængir Júpiters eru í 4. sæti með 37 stig 7 stigum á eftir KF.

Stuðningsmenn KF eru hvattir til að mæta á völlinn og hvetja sína menn áfram í þessum mikilvæga leik.

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.