Fjallabyggð og Björgunarbátasjóður Siglufjarðar skrifuðu í vikunni undir samning um styrkveitingu vegna kaupa á nýju björgunarskipi sem verður með heimahöfn í Siglufirði og þjónar sjófarendum við norðurland allt frá Skagatá að Tjörnesi.

Samningur milli Fjallabyggðar og Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar

Fjallabyggð leggur til 30 milljónir samtals á næstu sex árum til verkefnisins. Útgerðarfélagið Rammi hf. styrkir verkefnið um 5 milljónir.

Þessar styrkveitingar sýna í verki stuðning samfélagsins við öryggi sjófarenda úti fyrir norðurlandi segir á facebooksíðu Björgunarsveitarinnar Stráka.

Nýja skipið er nú í smíðum hjá Kewatec í Finnlandi og er væntanlegt til Siglufjarðar innan fárra mánaða.