Þrátt fyrir vetrarástand á nánast öllum vegum sýnir kort Vegagerðarinnar að allar helstu leiðir eru færar að morgni 28. des.. Þá er verið að tala um vegi sem eru mokaðir og með vetrarþjónustu segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þæfingur er reyndar í Skriðdal og yfir Öxi og eins á Kísilvegi.

Meira að segja er Dynjandaheiði fær, en óþekkt ástand vegar norður í Árneshrepp og eins fyrir Skaga og Sléttu.

Merkilega gott svona í lok desember eftir snjó og éljagang undanfarinna daga.

En snjómoksturstækin og fólkið sem þeim stjórnar hefur lika átt einkar annríkt síðustu dagana og þeim má þakka góða færð á landinu.