Ellertsson hefur gefið út mörg lög sem eru í spilun á FM Trölla. Enn er komið að útgáfu. Nýtt lag, Never Let It Go, er væntanlegt á streymiveiturnar 1. desember. FM Trölli er með lagið í spilun nú þegar.

Tvær manneskjur ferðast tunglskinsbjarta nóttina þrungna skemmtun, ævintýrum og loforðum. Lagið gæti verið lífssaga þeirra. Það gæti verið lífssaga okkar. Þetta er heimur Never Let It Go, nýs lags Ellertsson, draumkenndur, rómantískur, fjörugur og jafnvel dularfullur. Acoustic country folk/sveitaþjóðlag kryddað munnhörpu og mandólín.

Flutningur: Ellertsson
Ellertsson: Söngur, gítarar.
Sigurður Sigurðsson: Trommur, bassi, mandólín, munnharpa, harmónikka, raddir, hljóðupptaka, hljóðblöndun.

https://ffm.bio/nvz0boy