Píeta Samtökin, í samvinnu við Landsnet, standa nú fyrir göngunni “Úr myrkrinu í ljósið” í þriðja sinn, en gangan var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2016.

Gangan er í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðanar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða.

Gengið er til styrktar Píeta samtökunum sem bjóða nú ókeypis úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, með sjálfsskaða og aðstoð fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi.

Gangan verður á þremur stöðum í ár; Reykjavík, Akureyri og Ísafirði.

Magnús G. Ólafsson og fjölskylda gengu úr myrkrinu í ljósið á Akureyri í nótt og fengum við að birta myndir sem teknar voru í göngunni.

Gengið úr myrkrinu í ljósið á Akureyri

PIETA Ísland er stofnun fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða, en að því standa samtökin Hugarafl og Lifa, ásamt hópi einstaklinga.

Fyrirmyndin er sótt til PIETA House á Írlandi en þar hefur um áratuga skeið náðst einstakur árangur í sjálfsvígsforvörnum með þeim úrræðum sem PIETA House býður einstaklingum upp á. Árlega njóta 17.000 einstaklingar þjónustu PIETA House á Írlandi og síðustu ár hafa samtökin einnig fest rætur í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Eins og fram hefur komið er PIETA Ísland ætlað fólki í sjálfsvígshugleiðingum og fólki með sjálfsskaðahegðun. Einnig verður boðið upp á þjónustu fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Þá er hugmyndin að gefa út vandað kennsluefni sem skólum verður boðið uppá. Markmiðið er að opna umræðuna um sjálfsvíg, ná til fólks í sjálfsvígshugleiðingum og vinna með því auk þess að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga.

Stuðlað verður að þeim bjargráðum sem eru möguleg sem forvörn en einnig lögð áhersla á stuðning og eftirfylgd ef sjálfsvíg hefur orðið.

 

Fjölskyldan gekk saman

 

PIETA Ísland mun í framtíðinni bjóða upp á ókeypis aðgengilega þjónustu. Einstaklingar sem munu þurfa aðstoð eiga kost á að fá þjónustu innan 24 stunda frá því að haft var samba

Sjálfsvíg á Íslandi eru of mörg. Ekki eru til nákvæmar tölur um fjöldann sem tekur eigið líf árlega en gert er ráð fyrir að það séu á milli 40 til 50 manns.

Lagt var á stað kl. 04.00

Upplýsingar fengust á facebook– og heimasíðu Píeta samtakanna.
Myndir: Magnús G. Ólafsson