Trölli.is fékk ábendingu frá bæjarbúa á Siglufirði vegna lagningu póstbílsins. Fórum við í málið, sendum fyrirspurn á Póstinn og lögregluna á Norðurlandi eystra ásamt því að senda þeim myndir af bílnum. Þökkum við þessum aðilum fyrir greinargóð svör.
Hér að neðan má sjá spurningar og svör.

Póstbílnum lagt á móti einstefnu

Fyrirspurn Trölla.is:
Trölli.is  fékk ábendingu frá bæjarbúa um að póstbílnum væri ávallt lagt ólöglega og í stæði fatlaðra þegar hann er að ferma og afferma á Siglufirði. Það gerir hann tvisvar á dag, um 20 mín. í senn á aðal umferðatíma.
Einnig virðist það vera regla fremur en undantekning að bæjabúar leggja upp á gangstétt, á gangbraut og í stæði fatlaðra þegar þarf að koma með eða sækja vörur á pósthúsið.  Vond aðstaða er fyrir viðskiptavini Póstsins til að ná í vörusendingar.

 

Starfsfólk á pósthúsi tjáði okkur að leyfi væri frá lögreglu um að póstbíllinn mætti leggja ólöglega, er það rétt?

Ef svo er, hvaða reglugerðir heimila það?

Hvernig stendur á því að hann er að leggja bílnum ólöglega þegar hann er að afferma bílinn, er ekki aðstaða til annars á Pósthúsinu á Siglufirði?

Meðfylgjandi eru myndir sem bárust af póstbílnum og bæjarbúa.

 

Póstbíllinn skapar slysahættu

 

Svar barst frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra:
Móttekið og áframsent á lögregluna í Fjallabyggð.
Svar barst frá Póstinum:
Takk fyrir að láta vita, ég kem þessu áfram á yfirmann útkeyrslu.
Svar barst aftur frá lögreglunni á Norðurlandi eystra:
Takk fyrir að framsenda þessa ábendingu. Félagar mínir á Tröllaskaga voru búnir að hnippa í bílstjórann en ætla að fylgja þessu betur eftir.

Svar barst aftur frá Póstinum:
Það er rétt að við höfum verið að leggja þarna til að losa vörur. Við fengum munnlega heimild fyrir þessu fyrirkomulagi þegar húsnæðið var tekið á leigu. Hins vegar erum við sammála um að þetta er alls ekki til fyrirmyndar og mjög mikilvægt er að finna lausn með húsráðanda sem allir geta verið sáttir við. Við búumst við að það dragi til tíðinda í þessu máli í næstu viku og vonandi verður málið leyst þá. Byggingaryfirvöld ásamt húseiganda ætla að fara yfir málið og markmiðið er að finna lausn sem hentar. Það má svo bæta við að framtíðaráform eru um breytingar á svæðinu sem leysir þetta til lengri tíma.

 

Verið að afferma póstbílinn

 

ÞAÐ MÁ SENDA OKKUR NAFNLAUSA SPURNINGU OG VIÐ LEITUM SVARS:
TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
Farið inn á: AÐ HAFA SAMBAND til að bera fram spurningu.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og aðsendur
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir og aðsendar