Fyrsta skóflustungan vegna viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga var tekin 5. mars 2020. Áætlað er að skólahúsnæðið verði svo tilbúið og tekið í notkun haustið 2022.

Viðbyggingin tengist eldri skólabyggingu á norðurhlið. Hún er á einni hæð, en stallast í þrjá palla sem hækka með landinu. Kjallari er undir húsinu að hluta. Í nýbyggingu eru rými fyrir frístund, stjórnun, eldhús, mat-/samkomusal, tónlistarskóla, bókasafn, starfsmannaaðstöðu og þrjár kennslustofur fyrir unglingastig. Í kjallara er verkstæði, geymsla og tæknirými. Viðbyggingin er um 1200 fermetrar.  Verkið verður boðið út í átta áföngum og nú er að fyrsti áfanginn að hefjast.

Með viðbyggingunni mun starfsumhverfi kennara og nemenda gjörbreytast til batnaðar auk þess sem fjölmörg tækifæri skapast með því að hafa tónlistarskólann í sama húsnæði.  Það er því tilhlökkunarefni að sjá nýja húsnæðið rísa og undirbúa samvinnu skólastofnanna tveggja undir sama þaki.

Tekanar hafa verið myndir frá framkvæmdum á gangi mála og sjá má myndirnar hér. Myndasyrpa

Forsíðumynd/Grunnskóli Húnaþings vestra