Lögreglan fer með umsýslu á óskilamunum. Það er alltaf eitthvað sem berst til okkar af slíku segir Lögreglan á Norðurlandi á Norðurlandi eystra og að allur gangur sá á því hvað skilar sér til eigendanna aftur.

Þar segir jafnframt.

“Við höfum um nokkurt skeið verið með Pinterest síðu þar sem við færum inn myndir og upplýsingar um óskilamuni. Með þessu móti viljum við koma til móts við almenning og spara fólki tíma og fyrirhöfn.

Þá er hægt að fara á Pinterest síðuna í stað þess að fara á lögreglustöðina til að kanna hvort það týnda hafi skilað sér þangað – t.d. reiðhjól eða lyklakippa.Til að komast á Pinterest síðuna er hægt að nota þessa slóð https://www.pinterest.com/lgreglannorurlandieystra/
Það er einnig hlekkur á Pinterest síðuna okkar hér á Facebook og einnig á ja.is þegar embættinu er flett upp þar.

Stundum koma óskilamunir til okkar nokkru eftir að þeir tapast. Þeir birtast þá ekki á Pinterest fyrr en á þeim tíma þannig að sá sem saknar einhvers gæti að vitjað þess aftur á Pinterest að nokkrum tíma liðnum. Það ætti að vera hentugra en að gera sér margar ferðir á lögreglustöðina, þótt allir séu hér aufúsugestir”