Í gær færði Foreldrafélag Dalvíkurskóla og styrktaraðilar Íþróttamiðstöðinni formlega 100 skauta í stærðum 25-48, 14 hokkíkylfur, 4 pökka og 40 hjálma. 

Fóru þau Friðrik Arnarson, skólastjóri og Freyr Antonsson, formaður foreldrafélagsins, til að sýna börnum í Dalvíkurskóla búnaðinn og segja þeim frá umgengnisreglum varðandi skautana og skautasvellið. 

Hægt verður að fá lánaða skauta hjá starfsfólki í íþróttamiðstöðinni. 

Foreldrafélaginu og styrktaraðilum eru færðar sérstakar þakkir fyrir þetta einstaka framtak. Nú eru allir íbúar Dalvíkurbyggðar og gestir hvattir til að skella sér á skauta og njóta.

Myndir/Dalvíkurbyggð