Sundnámskeið í Sundlaug Dalvíkur

SUMARIÐ 2018

Fyrir börn sex ára (fædd 2012) frá 11.– 16. júní (alls 6 skipti)

Fyrir börn fimm ára(fædd 2013) frá 18.-22 júní (alls 5 skipti)

Hver hópur er 45 mínútur í lauginni í senn.

Námskeiðin hefjast kl. 9 (fyrri hópur) og 10 (seinni hópur)

Hægt er að velja hvor tíminn hentar foreldrum og börnum betur.

Ath. að aðeins 6 börn komast í hvorn hóp fyrir sig hjá yngri börnunum (fædd 2013)

og 8 börn komast í hópana tvo hjá eldri iðkendum (fædd 2012).

Námskeiðsgjald er kr. 5.000.-

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum ÆskuRækt og er 25% systkinaafsláttur veittur.

Mikilvægt er að börnin séu mætt 10 mínútum fyrir tíma.
Kennari er Helena Frímannsdóttir íþróttakennari.

Í gegnum tíðina eru ófá börn sem hafa sigrast á vatnshræðslu á þessum námskeiðum. Mörg börn læra sín fyrstu sundtök og enn aðrir bæta við fyrri kunnáttu. Frábær undirbúningur fyrir skólasundkennslu.

Kennslan fer að miklu leiti fram í leikjaformi. Aðaláherslan er að börnin aðlagist vatninu og að þau séu óhrædd við að hreyfa sig á sem fjölbreyttastan hátt í því. Reynt er eftir bestu getu að koma til móts við þarfir allra barna, en ekki má gleyma því að aldrei eru grunnatriðin of oft æfð. Foreldrum er velkomið að koma og fylgjast með sundtímum. En munið að hluti af því að efla sjálfstæði barnanna er að gefa þeim færi á að njóta sín óstudd og einbeita sér að fullu að leiðbeiningum kennara. Í lok námskeiðs munu þau bjóða ykkur að koma og fylgjast með sér þar sem þau sýna hvað þau hafa lært á námskeiðinu.

Nánari upplýsingar veitir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Gísli Rúnar Gylfason

Frétt tekin af vef: Dalvíkurbyggðar