Átta iðkendur frá Tennis og Badmintonfélagi Siglufjarðar lögðu af stað í gær til Danmerkur, ásamt iðkendum frá Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Tindastóls.

Þeir munu keppa á badmintonmóti í Frederikshavn um helgina. Með í för eru einnig þjálfarar og nokkrir foreldrar, alls telur hópurinn 68 manns.

Mynd/TBS