Landsátakið Hjólað í vinnuna verður haldið 5. – 25. maí nk. í 18. sinn.

Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð hvetur alla íbúa Fjallabyggðar til þátttöku og efnir til keppni meðal vinnustaða innan Fjallabyggðar þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur.

Innan sveitarfélagsins yrði keppt í þremur flokkum og keppt um fjölda daga pr. starfsmann sem hann nýtir virkan ferðamáta í vinnuna. Nýttar verða upplýsingar úr landsátakinu Hjólað í vinnuna um virkni vinnustaða og úrslitin byggjast á þeim skráningum.

Fyrirtæki með:

  • 3-9 starfsmenn
  • 10-19 starfsmenn
  • 20 og fleiri starfsmenn

Fjallabyggð veitir verðlaun fyrir 1. sæti í hverjum flokki í formi afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í 2 klst sem fyrirtækið getur nýtt í þágu starfmannahópsins fyrir hópefli eða aðra samveru. Á eftir samverunni getur hópurinn farið í sund í boði Fjallabyggðar.