Samkvæmt nýjustu tölum eru 24 með COVID-19 og í einangrun og 55 í sóttkví á Norðurlandi.

Í gær greindust 82 einstaklingar innanlands með Covid-19, Þar af voru 25 óbólusettir og 59 utan sóttkvíar við greiningu. 695 eru nú í einangrun hér á landi og 1.976 í sóttkví. 

Sjá nánar á covid.is


Uppfært: Nýjustu fréttir eru að enn er verið að greina sýni gærdagsins. Nýjustu tölur sýni að 100 smit hafi greinst, 96 innanlands og fjórir á landamærunum.