Stofnuð hefur verið facebooksíða sem ber nafnið “Syngjum veiruna í burtu“. Eru þegar komnir um 20.000 meðlimir frá því að síðan var stofnuð 20. mars 2020.

Markmið síðunnar er hafa gaman saman og syngja Covod-19 veiruna í burtu, hver með sínu nefi.

Allir sem vilja geta sett inn myndbönd með tónlist, söng eða samsöng til að skemmta sér og öðrum.

Hefur mörgum myndböndum verið póstað þangað inn með tilheyrandi gleði og ánægju þeirra sem á horfa.

Nú hafa stjórnendur síðunnar hafið sölu á bolum með lógó sem á stendur, “Syngjum veiruna í burtu”.

Allur ágóði af sölu bolanna eða 500 kr. rennur til Kvennaathvarfsins.

Vefsíðan Pabbaspjall sem heldur út podkast þáttum með spjalli tengdu feðrahlutverkinu og almennum málefnum karla þar sem komið er ansi víða við, heldur utanum söluna á bolunum.

Trausti Friðriksson og Valur Smári Þórðarson.

Þeir sem að Pabbaspjalli standa eru þeir Trausti Friðriksson og Valur Smári Þórðarson.

Bolirnir eru hannaðir af fyrirtækinu Familj Store fyrir Facebook hópinn ‘Syngjum veiruna í burtu”.

Allir þeir sem standa að sölu á bolunum gefa sína vinnu.

Hægt er að festa kaup á bol og styðja við Kvennaathvarfið í leiðinni: HÉR


Myndir: úr einkasafni