Hjónin Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir búa í helli á Kanaríeyjum.

Þar eru þau í útgöngubanni samkvæmt tilskipun stjórnvalda á Spáni, og hafa dvalið í helli sínum á Gran Canaria síðan í febrúarbyrjun.

Í upphafi útgöngubannsins ákváðu þau að gera daglega myndband, meðan útgöngubannið væri í gildi, sem upphaflega átti að vera 14 dagar. Svo var bannið framlengt og var þá ákveðið að gera tvö myndbönd í hverri viku eftir það. Þegar þetta er ritað eru myndböndin orðin 17 talsins.

YouTube rás hellishjónanna – cavecouple.

Hér fyrir neðan má sjá eitt af myndböndum þeirra hjóna, þar sem þau bjóða áhorfendum inn í híbýli sín í hellinum, auk þess að spjalla um lífið í útgöngubanni.