Á 583. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var 27. nóvember, voru samþykkt drög að bréfi til Ríkisstjórnar Íslands.

Í bréfinu óskar Bæjarráð eftir því við ríkisstjórnina að kannaðir verði möguleikar á því að stofnanir ríkisins verði fluttar til Fjallabyggðar.

Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að senda bréfið til oddvita ríkisstjórnarflokkanna.

Hugmyndin um að ríkisstofnanir séu staðsettar utan höfuðborgarinnar eru hreint ekki nýmæli og eru allnokkrar þeirra úti á landi.

Á vef Alþingis má finna t.d. ræðu frá 1972 þar sem þingmaður mælir fyrir því að ríkisstofnanir þurfi ekki endilega að vera í Reykjavík, og hægt sé að stuðla að bættri byggðaþróun með flutningi þeirra út á land.