Bassaleikarinn knái, laga- og textahöfundurinn og söngvarinn Sir James Paul McCarteny varð 80 ára á laugardaginn var.
Þess vegna verður Paul McCartney þema í beinni útsendingu úr stúdíó III í Gestaherberginu í dag.

Ný mixerinn er kominn í lag og því er hægt að hringja í okkur aftur.

En annars verður þátturinn með hefðbundnu sniði; Helga og Palli með opið Gestaherbergið og spjalla um allt og ekkert, kíkja á fréttir á Trölli.is og fleiri miðlum ásamt því að spila tónlist. Þið hlustendur getið haft áhrif á þáttinn með því að biðja um óskalög á Facebooksíðu þáttarins eða með því að hringja í okkur í síma 5800 580.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is