Í dag kl. 17 – 19 er þátturinn Gestaherbergið á dagskrá FM Trölla.

Það eru þau Palli og Helga sem stjórna Gestaherberginu á þriðjudögum kl 17 – 19.

Þemað í Gestaherberginu í dag verður Glam rock eða glysrokk eins og það kallast á ástkæra ylhýra málinu okkar.

Tónlistarstefnan glysrokk varð til á Bretlandi snemma á áttunda áratugnum. Helga og Palli munu velja og spila nokkur vel valin glysrokklög ásamt því að spila óskalögin ykkar, skoða fréttir frá þessum degi á árum áður og eitthvað fleira gæti tínst til. Rétt er að geta þess að þátturinn verður ekki bara í útvarpinu heldur einnig lifandi í mynd.

Hægt er að sjá það með því að smella hér.

Sjá einnig facebooksíðu þáttarins.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is