Þann 1. maí, á fyrsta degi hækkaðra sekta vegna brota á umferðarlögum, hefur lögreglan á Norðurlandi vestra kært 32 ökumenn vegna of hraðs aksturs.

Það vekur athygli að allir íslenskir ökumenn sem að stöðvaðir voru, voru meðvitaðir um hækkunina. Það er umhugsunarvert.

Einn af þeim erlendu ökumönnum sem að stöðvaðir voru í dag var á 137 km. hraða, með fjögur börn í aftursæti, sem og var bifreið hans sem er bílaleigubifreið ótryggð. Voru skráningarnúmer bifreiðarinnar klippt / tekin af henni og fólkinu komið í húsaskjól hvar þau voru í sambandi við bílaleiguna frekar óhress.
Ökumaðurinn situr hins vegar upp með það að greiða 150.000 krónur í sekt.

Frétt og mynd fengin af : facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra