1. maí dagskrá var haldin í sal stéttafélaganna, að Eyragötu 24.b á Siglufirði í dag.

Salurinn var þéttsetinn af gestum

Margrét Jónsdóttir flutti ávarp 1. maí nefndar stéttafélaganna af mikill röggsemi við góðar undirtektir gesta. Þar rakti hún m.a. sögu kjarabaráttunnar og minnti á það helsta sem baráttan hefur skilað, og að henni lýkur í raun aldrei.  Einnig var farið yfir baráttumál aldraðra og öryrkja.

Að loknu ávarpi fengu gestir sér girnilegar kaffiveitingar, sem runnu ljúflega niður.

Myndir af þeim Kolbeini Friðbjarnarsyni og Óskari Garibaldasyni fyrrum verkalýðleiðtogum hanga yfir borðinu, sem svignaði undan girnilegum kræsingum

Kjörorð dagsins voru “Sterkari saman” og fengu allir gestir 1. maí merki, með þeirri áletrun, í barminn þegar þeir gengu í salinn, og skrifuðu svo í gestabók að fundi loknum.

Húsfyllir var og stemmingin góð.

Sigfús Aðalsteinsson, hann situr í 1. maí nefnd á Akureyri og mætti fyrir þeirra hönd. Honum fannst kaffið og meðlætið ekki síðra en á Akureyri og var mjög ánægður með þátttökuna

 

Texti: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir