Hljómsveitin Hr. Eydís og Björgvini Franz Gíslason hafa hljóðritað lagið Love & Pride, sem hljómsveitin King gaf út á sínum tíma.

„Það var alveg magnað að fá Björgvin Franz til okkar, hann lifnaði í raun við sem Paul King söngvari hljómsveitarinnar King sem flutti lagið á sínum tíma. Það vantar sko aldeilis ekki hæfileikana í þennan dreng“ segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikari Hr. Eydís og bætir við kíminn „….svo er hann með þykkt og fallegt hár sem við öfundum hann allir af

Lagið smellpassar í flokkinn „one hit wonder“ enda er þetta eina lagið með sveitinni sem einhver man eftir. Love & Pride er ekki mikið spilað í dag og kannski man enginn yfir fertugu eftir þessu lagi, en á sínum tíma var þetta risastórt, enda alveg frábært lag!  Lagið kom út upphaflega í apríl 1984 og varð ekkert sérstaklega vinsælt, bæði hljómsveitin og útgefandinn urðu fyrir nokkrum vonbrigðum. Hins vegar kom hljómsveitin fram og flutti lagið  í einhverjum sjónvarpsþætti í lok árs 1984 og í kjölfarið freistaði útgáfan gæfunnar og endurútgaf lagið í febrúar 1985. Það var góð hugmynd því lagið skaust þá beinustu leið upp breska vinsældalistann, alla leið upp í annað sætið.

Hér er Love & Pride með Hr. Eydís og Björgvini Franz
Hlekkur á nýjasta 80´s lagið: https://youtu.be/fiZx-ioq4uo
Rás hljómsveitarinnar á Youtube: https://www.youtube.com/@eydisband
Instagram: eydisband
Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)
TikTok: eydisband


Aðsent