Íslandsmótið í SnoCross fór fram í Ólafsfirði í gær í góðu veðri, 

Keppt var á vélsleðum á braut við Ólafsfjarðarvöll. Nokkrir heimamenn tóku þátt fyrir hönd Vélsleðafélags Ólafsfjarðar.

Hægt er að skoða youtube myndband frá mótinu hér að neðan.

Mótið tókst vel og fengu forsvarsmenn þess hrós frá SnoCross á Íslandi.

Þeir voru:

Viðburðarstjóri: Bjarki Sigurðsson

Öryggisfulltrúi: Ásgeir Frímannsson

Skoðunarmaður: Kristinn Gylfason

Brautarstjóri: Helgi Reynir Árnason

Myndir/Kristinn Magnússon