Úrslitakeppni í Nemakeppni Kornax í bakstri 2019 fór fram síðastliðna tvo daga í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans.

Þar kepptu þau Lena Björk Hjaltadóttir frá Sandholti, Hákon Hilmarsson hjá Aðalbakaranum á Siglufirði og Eyrún Margrét Eiðsdóttir hjá Reyni bakara.

Sjá einnig: Eyrún, Hákon og Lena keppa til úrslita í Nemakeppni Kornax 2019

Keppendur áttu að baka eina stóra brauðtegund, smábrauð og þrjár vínarbrauðstegundir að auki skraut-stykki sem var frjálst þema.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti – Hákon Hilmarsson
2. sæti – Lena Björk Hjaltadóttir
3. sæti – Eyrún Margrét Eiðsdóttir

Þemað hjá Hákoni var kokteill en hann bauð upp á skemmtilegar útfærslur af brauði og og vínarbrauðum sem hann skírði hvert og eitt með kokteilheitum, Cosmopolitan, White Russian, Apple martini eða betur þekktur sem Appletini, fræga drykkinn Sex on the Beach, svo fátt eitt sé nefnt.

Það var meistarinn Stefán Gaukur Rafnsson hjá Kornax sem sýndi snapchat vinum veitingageirans keppnina.  Meðfylgjandi myndir eru frá veitingageira-snappinu.


Sjá nánar:  Veitingageirinn.is