Í gær fór fram Stubbamót Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg. (S.S.S.S.).

Um það bil 80 keppendur tóku þátt í mótinu sem fór fram á skíðasvæðinu í Skarðsdal, í blíðskaparveðri.

Keppendur komu hvaðanæva af landinu og virtust skemmta sér vel. Allir keppendur fengu verðlaunapening.

Að lokinni verðlaunaafhendingu fengu þeir svo grillaða pylsu og Svala.

Skíðafélagið þakkar Agli “Skarðsjarli” og öðrum starfsmönnum fyrir vel heppnaðan og skemmtilegan dag.

Meðfylgjandi myndir eru af facebook síðu Síkðafélagsins: