JÓLADRAUMUR er útgáfuverkefni með áherslu á ný frumsamin jólalög.
Í forsvari fyrir því eru Guðmundur Jónsson (lagasmiður/gítarleikari) og Jóhann Sigurðarson (söngvari/leikari) og fyrir þessi jól koma út fyrstu ópusarnir, sem báðir innihalda söngdúetta.

Lög og textar eru eftir Guðmund Jónsson og Kristján Hreinsson.

Fleira listafólk lagði einnig gjörva hönd á plóg:
Eysteinn Eysteinsson – trommur og slagverk
Friðrik Sturluson – bassi
Birgir Þórisson – hljómborð
Roland Hartwell – strengir
Alma Rut – Bakraddir
Guðmundur Jónsson – Gítar, hljómborð og bakraddir
Márton Wirth – strengjaútsetningar

Upptökur – Guðmundur Jónsson, Þórður Gunnar Þorvaldsson, Kristinn Sturluson, Roland Hartwell og Haffi Tempó
Útsetningar, upptökustjórn og hljóðblöndun – Guðmundur Jónsson
Hljómjöfnun – Sigurdór Guðmundsson/Skonrokk

Aðsent.