Fjallabyggð auglýsir eftir umsóknum um GRÆNA styrki. Styrki til umhverfisverkefna á árinu 2023

Markmið grænna styrkja er að styðja við aðila sem vinna að umhverfis verkefnum í Fjallabyggð.

Einstaklingar og félög sem eiga lögheimili í Fjallabyggð geta fengið úthlutaðan Grænum styrk Fjallabyggðar.

Tilgreind félög þurfa að vera með starfsemi sína í sveitarfélaginu. Áskilið er að umsækjandi hafi átt lögheimili í sveitarfélaginu í minnst 12 mánuði samfleytt á móttökudegi umsóknar og að lögheimilisfestan sé einnig til staðar og hafi verið óslitin þegar kemur að útgreiðslu umhverfis styrks.

Skilyrði styrks er að hann nýtist samfélaginu í Fjallabyggð, sé ekki til einkanota.
Að framkvæmdir séu m.a. til þess fallnar að:
Bæta umhverfismál.
Draga úr orkunotkun, mengun og/eða losun gróðurhúsalofttegunda og eða er ætlað að bæta fyrir slíkt innan sveitarfélagsins.
Bæti ástand og útlit opinna svæða eða fólkvanga innan sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til og með þriðjudaginn 1. nóvember 2022. Einungis er hægt að sækja um rafrænt á íbúagátt www.fjallabyggd.is – Rafræn Fjallabyggð.Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur Fjallabyggðar um úthlutun grænna styrkja sem finna má á heimasíðu Fjallabyggðar https://www.fjallabyggd.is/…/frett…/graenir-styrkir-2023