Gestaherbergið opnar líkt og venjulega klukkan 17 í dag.
Þemað er kvenmannsnafnið Anna (á ensku Annie) og verða spiluð einhver lög með því nafni eða hljómsveit/flytjanda með því nafni.


Lítilsháttar breyting verður í þættinum í dag en Helga getur ekki verið með. Því mun Daníel Stefán Halldórsson, hlustandi Gestaherbergissins númer 1 í Noregi, setjast í stólinn hennar Helgu og stjórna þættinum með Palla.

Áhættulagið, tónlistarhorn Juha, afmæliskveðjurnar… þetta verður allt þarna. Og svo er spurning hvort Daníel lumar ekki á einhverju mjög skemmtilegu í þáttinn.

Endilega hlustið á Gestaherbergið klukkan 17:00 til 19:00 í dag á FM Trölla og trölli.is

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.