Þann 11. október kom saman nýr stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð.

Fundarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála bauð fundarmenn velkomna og fór yfir skipun stýrihópsins.

Í stýrihópi um Heilsueflandi samfélag sitja fyrir tímabilið 2022 – 2026 eftirfarandi fulltrúar:

Fyrir leik- og grunnskóla:
Aðalmaður: María Bjarney Leifsdóttir.
Varamaður: Björk Óladóttir.

Fyrir heilsugæslu,
Aðalmaður: Guðrún Helga Kjartansdóttir.
Varamaður: Dagný Sif Stefánsdóttir.

Fyrir félög eldri borgara,
Aðalmaður: Ingvar Guðmundsson.
Varamaður: Björn Kjartansson.

Fyrir íþróttahreyfinguna (UÍF)
Aðalmaður: Arnheiður Jónsdóttir.
Varamaður: Anna Þórisdóttir

Fyrir Fjallabyggð
Ríkey Sigurbjörnsdóttir.

Stýrihópurinn ákvað fundartíma á þriðjudögum kl. 14:30 – 15:45, 6 til 8 fundi á ári.

Fundarstaður: Til skiptis í Ráðhúsi Fjallabyggðar og í Ólafsvegi 4 Ólafsfirði.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 15. nóvember 2022 í Ólafsvegi 4.