Ein stærsta snekkja heims lónar nú á Siglufirði eftir að hafa dvalið í Eyjafirði frá því um miðjan apríl.

Snekkj­an sem nefn­ist A, er tæp­ir 143 metr­ar að lengd og 25 metra breið og ná möst­ur henn­ar þrjú hátt í 100 metra hæð.

Er hún í eigu rúss­neska viðskipta­jöf­urs­ins And­rey Melnit­sén­kó sem sagður er 95. rík­asti maður heims og í sjö­unda sæti yfir auðug­ustu Rússana.

Mynd/ Sigurður Ægisson