Haki og Huginn gáfu út nýtt lag á föstudaginn. Lagið heitir Ekkert vesen á mér og er unnið með pródúsernum Ásgeiri Orra Ásgeirssyni.

Lagið verður leikið á FM Trölla í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Um Haka
Haki gaf út sína fyrstu plötu OFFLINE árið 2019. Platan var unnin með pródúserunum Whyrun og Slaema.

Á síðast ári sendi Haki frá sér lagið Flýg. Í laginu notar Haki brot úr lagi Bubba Morthens, Velkomin. Lagið er af plötunni Regnbogans stræti sem Bubbi gaf út árið 2019.Í byrjun árs fékk Haki afhenda gullsmáskífu fyrir yfir 500.000 streymi en lagið er nú komið með yfir milljón streymi.

Lagið á Spotify