FM Trölli var með beina útsendingu frá drætti vinninga í jólaleik SR Bygg á Þorláksmessukvöld. Gríðarlega góð þátttaka var í leiknum enda vinningarnir stórglæsilegir, en til þess að komast í pottinn varð að versla fyrir 10.000 kr. eða meira.

Fulltrúi Sýslumanns, Halldór Þormar mætti í verslunina og dró vinningshafa úr þessum veglega potti.

Þeir sem fengu fyrstu fimm vinningana voru þau, 5. Gunnar Þór Óðinsson vinnuheyrnahlífar m/bluetooth, 4. Birna Óladóttir kaffivél frá Delonghi, 3. Margrét Arnarsdóttir ryksuga frá AEG, 2. Anita Elefsen pottasett  og 1. Grétar Örn  Sveinsson Kitchenaid hrærivél.

 

Andri Hrannar og Gunnar Smári

 

Miðarnir komnir í pottinn góða

 

Vinningarnir tilbúnir

 

Fulltrúi Sýslumanns, Halldór Þormar klár í leikinn

 

Fyrsti miðinn dreginn úr pottinum

 

Búið að draga einn vinningshafa út, allt skráð skilmerkilega niður

 

Vinningshafinn af þessum flotta vinningi bað Andra Hrannar að koma honum til skila

 

Magnús verslunarstjóri að merkja alla vinningana skilmerkilega og ætlar að hringja út til vinningshafa fyrir hádegi á aðfangadag

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir