Í dag, aðfangadag jóla verða allar jólakveðjurnar þetta árið fluttar í heild á FM Trölla kl. 14 og svo aftur kl. 21 í kvöld. Hver pakki tekur u.þ.b. tvær og hálfa mínútu í flutningi og verður leikið eitt jólalegt lag á milli.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, en á FM 102.5 á Hvammstanga, og um allan heim hér á vefnum.

 

Fyrir þá sem ekki geta hlustað á þeim tímum höfum við sett hljóðskrárnar hér fyrir neðan, sem hægt er að hlusta á hvenær sem er með því að smella á hvern pakka fyrir sig.