Umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti í gær 31 verkefni sem fá úthlutun úr sjóði vegna styrkja til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og eru hæstu styrkir sem veittir eru til einstakra verkefna 20 milljónir króna.  

Verkefnin eru af margvíslegum toga, fjölbreytt og til marks um mikinn áhuga á hringrásarhagkerfinu um allt land. Heildarstyrkupphæð er 230 milljónir króna, þar af voru 30 milljónir króna sérmerktar nýsköpunarverkefnum.

Markmið með styrkveitingunum er að:

a) Efla úrgangsforvarnir á Íslandi, s.s. til að draga úr myndun úrgangs.

b) Bæta flokkun úrgangs hér á landi.

c) Efla tækifæri til endurvinnslu úrgangs sem næst upprunastað.

d) Stuðla að aukinni endurvinnslu og annarri endurnýtingu úrgangs sem fellur til hér á landi.

e) Efla tækifæri til nýsköpunar og þróunar á búnaði sem dregur úr magni úrgangs eða auðveldar flokkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs.

Styrkveitingunum er ætlað að styðja við nauðsynlega uppbyggingu innviða hringrásarhagkerfisins á Íslandi og nýsköpun og þróun sem stuðlað getur að innleiðingu þess hérlendis. Styrkirnir eru veittir hvort tveggja til nýsköpunar og þróunar á nýrri tækni og til innleiðingar á tækni sem þegar er þekkt. Þeir eru veittir á grundvelli stefnumótunar umhverfis- og auðlindaráðherra og aðgerðaáætlana er varða úrgangsforvarnir og meðhöndlun úrgangs.

Styrkirnir voru auglýstir í mars 2021 og bárust ráðuneytinu alls 54 umsóknir og var heildarupphæð umsókna  917 milljónir króna.  Matshópur fór yfir allar umsóknir og gerði í kjölfarið tillögur til ráðherra um veitingu styrkja.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk:

UmsækjandiHeiti verkefnisStyrkupphæð
Loftkastalinn ehf.Rusl í gull. Flokkun, endurnýting og vinnslutækni4.000.000 kr
AusturbrúEfling hringrásarhagkerfisins á Austurlandi –600.000 kr
BláskógabyggðGrenndarstöðvar við frístundabyggðir í Bláskógabyggð4.000.000 kr
BorgarbyggðSöfnun brotajárns í dreifbýli í Borgarbyggð5.000.000 kr
BorgarbyggðBætt úrgangsþjónusta við frístundahús í Borgarbyggð5.000.000 kr
Gefn ehf.Græn efnavara úr úrgangi og útblæstri5.000.000 kr
Geotækni ehfÁnaburður5.000.000 kr
Græn leið ehfFrú Norma – Lifandi mold3.200.000 kr
Humble ehf.Humble – eldhús5.000.000 kr
HveragerðisbærHringrásarhagkerfið í Hveragerði – bættir inniviðir6.000.000 kr
Pure North RecyclingHey! Rúlluplast – hringrás plasts í landbúnaði á Íslandi10.000.000 kr
Pure North RecyclingBakki í borð – verðmætasköpun úr blönduðum plastúrgangi5.000.000 kr
Reykjavik Tool LibraryHringrásarsafn10.000.000 kr
Samtök sunnlenskra sveitarfélagaÚrgangstorg – vefgátt um úrgangsmál sveitarfélaga á Íslandi15.000.000 kr
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystraHagkvæmnimat fyrir samþættingu hátækniúrgangsvinnslu í Líforkuveri20.000.000 kr
SkútustaðahreppurAUÐGANGUR – Hugarfar skapar hagkerfi10.000.000 kr
Spjarasafnið ehf.Spjara/stafræn fataleiga12.500.000 kr
SvartárkotsbúiðLífbærni – lífræn leið til sjálfbærni11.000.000 kr
Sveitarfélagið HornafjörðurNytjasmiðja Hornafjarðar – regnhlíf hringrásarhagkerfis í Hornafirði20.000.000 kr
TerraHvað fer hvert?10.000.000 kr
Urta Islandica/Matarbúðin NándinMatarbúðin Nándin – Hringrásarhagkerfi (umbúða)15.000.000 kr
Verkís hf.Sjálfbær stýring jarðefnaflutninga á höfuðborgarsvæðinu12.300.000 kr
VSÓ RáðgjöfHringrásarhús6.400.000 kr
200.000.000 kr

————————

Nafn umsækjandaHeiti verkefnisUpphæð
Fræ til framtíðarSnjallRæktun1.700.000 kr
XYZ Prent ehf.Þrívíddarprentun í stórum stærðum með endurunnu Íslensku plasti.3.000.000 kr
PlastgarðarHey!Rúlla, margnota heyrúllupokar6.100.000 kr
Veitur ohf.Endurnýting sands úr skólphreinsun5.000.000 kr
Jorth ehfBroddmjólk frá förgun til framleiðslu6.100.000 kr
Vistorka ehf.Leifur Arnar – minni matarsóun1.000.000 kr
Bone & MarrowHringrásarhagkerfið og landbúnaður Fullnýting hliðarafurða2.700.000 kr
Colas ÍslandAukning á endurunnu malbiki í slitlög.4.400.000 kr
30.000.000 kr

Í átt að hringrásarhagkerfi 

Mynd: Golli
Skoða á vef Stjórnarráðsins