Fjallabyggð leitar að drífandi einstaklingi í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. 
Starfið felur í sér að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.

Starfið er í Fjallabyggð og miðað er við að ráðning sé frá og með 1. ágúst 2023.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg forysta og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við fræðslustefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla.
  • Stjórn og ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
  • Starfsmannamál, s.s. ráðningar, starfsþróun og vinnutilhögun.
  • Samstarf við aðila í skólasamfélaginu.
  • Samstarf við forráðamenn nemenda og upplýsingagjöf um starfsemi grunnskólans.
  • Önnur verkefni er varðar stjórnun grunnskólans í samráði við yfirmann.

Þekkingar- og hæfnikröfur

  • Kennaramenntun ásamt leyfisbréfi.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða haldbær stjórnunarreynsla sem nýtist í starfi.
  • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð.
  • Reynsla í fjármálastjórnun kostur.
  • Rík leiðtoga- og samskiptahæfni.
  • Góð skipulagsfærni.
  • Drifkraftur, jákvæðni og metnaður.

Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur – Sköpun – Lífsgleði

Við skólann eru tvær starfsstöðvar, á Siglufirði er 1. – 5. bekkur og þar er nemendafjöldi um það bil 110 og á Ólafsfirði er 6. – 10. bekkur og þar er nemendafjöldi um það bil 110.

Framundan eru spennandi breytingar við að sameina miðstigið (5.-7. bekk) á starfsstöðinni í Ólafsfirði og verður sú starfsstöð stækkuð með viðbyggingu. Í stjórnendateymi eru auk skólastjóra tveir deildarstjórar sem stýra daglegu starfi í sitt hvorri starfsstöðinni og vinnur teymið þétt saman.

Í Fjallabyggð búa um 2000 íbúar, samfélagið er fjölskylduvænt þar sem tími er fyrir tómstundastarf allra í nálægð við náttúruna og blómlegt starf íþróttafélaga.

Engin bið á rauðum ljósum!

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2023

Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfi umsækjenda.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og SÍ.
Fjallabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsækjendum.
Gerð er krafa um hreina sakaskrá og heimild til að afla upplýsinga þar að lútandi.
Viðkomandi þarf að hafa bílpróf.

Sótt er um starfið á www.mognum.is

Nánari upplýsingar veita þær: 
Sigríður Ólafsdóttir, sigga@mognum.is
Telma Eiðsdóttir, telma@mognum.is