Sigursteinn Másson var að gefa út bókina Geðveikt með köflum. Þar segir Sigursteinn frá reynslu sinni á mjög einlægan hátt.

Sigursteinn las kafla úr bókinni á Kaffi Klöru í Ólafsfirði svo unun var á að hlýða. Einnig ræddi hann við gesti og svaraði spurningum.

Andri Hrannar, útvarpsmaður á FM Trölla, fékk Sigurstein í viðtal í þættinum Undralandið, þar sem þeir ræddu bókina og reynslu Sigursteins.

Viðtalið má heyra hér neðar.

Sigursteinn Másson í viðtali við Andra Hrannar á FM Trölla.

 

 

Áhrifamikið var að hlusta á upplestur Sigursteins úr bók sinni, Geðveikt með köflum.

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir