Á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra kemur fram að aksturstími á leið 6 um Vesturhóp hefur verið lengdur um 5-10 mínútur vegna ástands vegar 711.

Ekki er mögulegt að aka um veginn nema mjög rólega.

Lengingin varir þangað til að lagfæringar hafa verið gerðar á veginum.

 

Mynd: Grunnskóli Húnaþings vestra