Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem ætlað er að fjalla um málefni aldraðra á breiðum grundvelli.

Formaður hópsins er Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar.

Aðrir meðlimir eru Arnar Þór Sævarsson, tilnefndur af félagsmálaráðuneytinu, Guðlaug Einarsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneytinu, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, tilnefnd af Landssambandi eldri borgara, Haukur Halldórsson, tilnefndur af Landssambandi eldri borgara, Þorbjörn Guðmundsson, tilnefndur af Landssambandi eldri borgara, Bergþóra Benediktsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneytinu  og Steingrímur Ari Arason, tilnefndur af fjármálaráðuneytinu.

Sjá nánar á stjornarradid.is