Í dag komu börn af leikskólanum Leikskálum og sungu nokkur lög í beinni útsendingu í þætti Andra Hrannars, Undralandinu. Þau eru orðin spennt fyrir jólunum og voða kát að fá að syngja í útvarpið.

Þátturinn í dag er stútfullur af skemmtilegheitum, Andri Hrannar gefur þar á meðal heppnum útvarpshlustendum hamborgarhrygg og konfekt frá Kjörbúðinni og eitthvað spennandi góðgæti frá Torginu.

Það er um að gera að hlusta á FM Trölla.

Hægt er að hlusta: Hér

 

Andri Hrannar Einarsson, útvarpsmaður